Translate

fimmtudagur, 10. október 2013

Rauð hár

Ó hve rautt hár þitt fagurt er
- eins og silki, nýbúið að spinna.
All ljúfleg þú ert svo leifðu nú mér
lokkana góðu snerta, og finna.

Niður ljúft leggjumst, hlið við hlið,
og'í hljóði elskumst gegnum nætur.
Hárið frjálst; hér fáum við frið,
frið meðan gítarinn grætur.

Snertu mitt - ég snerti þitt,
fléttum svo fax okkar saman.
Í leik okkur veltum um'allt rúmið,
oh, hvað það verður gaman.

Svo ef við giftumst og eignumst börn,
ástin rauða, mun lita okkar daga.
Tíminn mun vera okkar eigin tjörn
sem tilbúna svölun við fáum að hafa.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli