Yfir fjöllin rís nú hin fagra sól,
fyrir öllum sig sýnir útum allt.
Ég sé hana fyrstur því ég stend uppá hól,
og loksins mér hættir að vera kalt.
Með fögrum geislunum vel hún sig ber,
í dáleiðslu allt annað horfir hana á.
Líkt og perlu, í opinni hörpuskel -
hana vilja helst allir að eiga fá.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli