Þú undrandi komst inn í þennan heim,
með örlitlu voli, sem aldrei kom meir.
Þú brostir þá fallega, blíðlega'og skært;
þú varst uppfull af gleði og hjarta þitt friðað og tært.
Senn varðst þú fimm ára, ljóshærð og sæt.
Allt þótti þér mögulegt, þótt þú færir þér hægt.
Allt lék þá í lyndi og aldrei seig sól.
Þú dansaðir á rósum, klædd þínum einstaka kjól.
En svo byrjaði stríðið þitt, ár eftir ár
sál þín marg brotin, með mörg opin sár.
Þú leitaðir hlýju á vitlausum stað.
Það grunaði engan að það væri nokkuð þér að.
Svo líf þitt þú helgaðir þinni nýjustu ást
og þó hún sviki þig stöðugt, þú lést ekkert sjást.
Ferðin varð löng og hún lengdist um mun.
Leiðin var ljótari en þú þorðir að gera þér grun.
Þó sögur væru skrifaðar í bækur og rit,
þá samt enginn vissi um'það erfiðis strit
sem, særð, þú þoldir í þín fáeinu ár.
Það var öllum sama, það þurkaði engin þín tár.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli