Í hugleiðingu ég sit og stari út í
tómið, meðan stíft fyrir mér velti
hvaðan sá ásjár-ljómi kemur,
sem endalaus frá þér streymir
- og mig eltir -
hvers vegna svo vel þú hugar mér að
og svona vandlega gætir og geymir...
Systir besta - vinkona mesta!
- þú veist að lífið er of stutt
til'að standa'á sama. Þér mun
ég þakklátur reyna'að bæta
upp þann ama, sem bráðlátur
ég látið hef yfir þig ganga -
daga langa; nætur strangar.
Gjafmildi þín, þolinmæðin og nærveran
heilandi. Eiginleikar nærgætinnar gæsku
þinnar sem slíkrar, eru einstakar guðs-
gjafir þér gefnar og skýrt þér ætlað að full-
nýta, til góðs og sjálf njóta lífið út til enda...
Þess vegna vil ég reyna, og leiðandi
þér sýna hvað ég upplifi; þessa dún-
mjúku veröld veru þinnar, tilbúna
bata, þeim sem villuna nú dýpst hefur
í ratað og næstum sjálfum sér glatað
- en -
góðmennska þín og hið gífurlega þol
sem þú sýnir (þó svo oft þú sjálf ekki
teljir þig sjá) eru gersemar, einstakar
sinnar tegundar og aðeins þér gefnar.
Þú átt allt hið besta skilið, í þessu lífi
sem og næsta. Og ég skulda þér pulsu.
Takk.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli