Sögur sagðar - sjálfsagðar.
Úr spaugi sprottnar,
sorglega frá spekinni sokknar
- ljúflega lagðar í laumi.
Leiðir lyga lifna við
úr glaumi lífs
- uppgerðar mynningar -
fengnar úr draumi
dreymdum...
Við a.m.k reyndum
að sætta sjálfin saman,
að sorgum gleymdum.
Þær aldnar voru á engjum
úlfúðar lengi,
þó ekki til eilífðar...
- endurskapaðar
til tilgangs gæfu.
Hin gengna geðveiki
þess gæfulega fengs
sem í huga hamrað
hafði gól, hvað eftir annað,
sór að standa við sitt...
Þá upphafið var til ama
verk endurtekningar
og lógað,
fyrir það sama.
Hugarflug fundið,
fengið var, og
frjálslega ágengið
fyrir hinn sanna guð
fyrirgefninga, og
fræðandi þekkingar
- sem -
sýnir sýnir sjálfsblekkinga
í sínu sanna ljósi, þó
annað á endanum kjósi
sálin særða, sorgmædda...
---
En sjáið hana nú,
trúna - ný-endurfædda
grafna dýpra í vonina;
sýnina á ljósið bjarta -
staðfestuna í
líkamans hjarta
á meðan heilinn aðeins
vellíðun skartar til heimsins.
Hugljómun fengin...
það verður umbreyting
til batnaðar og fegurðar-frama.
Hringsól hjólanna
reynist stundum annað
en maðurinn ætlaði.
Frá endanum
upphafið rann
og mun að öllum
líkindum halda áfram
til enda á ný...
Svo vinnan nú loks hafist getur,
staðfest, skjalfest og færð í letur!
Vinnan að því að gera betur og betur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli