Translate

fimmtudagur, 10. október 2013

Satt og ósatt

Satt:
Stór heimur, lítið líf,
lítil sál, lítil hlíf.
Stór veröld, lítið magn,
lítil ást, lítið gagn.

Mikið um hatur, fátt um frið,
falleg stúlka féll í dag,
með skotsár á kvið.

Ósatt:
Lítill heimur, stórt líf,
stór sál, stór hlíf.
Lítil veröld, mikið magn,
mikil ást, hefur gagn.

Lítið um hatur, mikið um frið,
fegurðin fæddist til lífsins í dag;
frelsi og réttindi lifa mennirnir við. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli