Lítið er vort land,
löngu siglt í strand -
vanað sínum vilja
til'að veg sinn skilja
sem og
mátt sinnar mergðar.
Þann vilja,
sem mannkynið fegrar
og vísdóm stjarnanna
elur í eilífð aldanna.
Sú alúðarvera
sem hefur þann
heiðarleika að gefa
að hefja upp jákvæðni
- úr efa -
það er, eyjan mín
yndislega.
Okkur öllum
var hún gefin.
Svo nú dansinn
skulum við stíga
skrefin í hringnum
endalausa
- og hnýga -
í blessun galdurs bundinna hljóða;
bragalist vorar einstöku þjóðar.
-
En eymdarlega nú vízt elur
sig elja, súr til úrbóta.
Börnin sín, og búið selur
bögu fyrir ljóta.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli