„Spurning hvort maður aðeins þjálfi sinn innri mann, kannski á kortersfresti? Það er allavega hægt að reyna“. - Svo gekkk hann út. Ég horfi á eftir honum, með svívirtan spilastokk í höndunum. --- Klökkir eru karlarnir, herfa; þú kynnist þessu brátt unga mey. Inní myrkrið þeir endlaust hverfa og enginn af þeim snýr aftur heim. --- „Spurning hvort þú grafir þér ekki bara dýpri holu í hvert skifti“? Skíst framhjá Jón á hjólinu... Hann tekur ekki eftir því. Svo ég dreg djúft andan, teygi mig aftur og hlæ. --- Lætur á sér lítið bera, lifir í eigin heimi. Það er ekkert hægt að gera, ef lítilmennskan á sveimi. --- „Spurning hvort þú getir ekki lánað mér samviskuna þína á morgun“? Ég lofa að reyna mitt besta... Og hann kveður með látum. Tek af mér húfuna og allt í einu hugsa: „Ég væri alveg til í að lifa.“ |
Samansafn af öllu því efni sem ég hef talið vert að skilja eftir ritað á blaði eða tölvutæki.
Translate
fimmtudagur, 10. október 2013
Vangaveltur úr nútíma samfélagi
Labels:
Geðveiki,
Gömlu ljóðin (eldri en ca.10 ára),
Saga,
Vímuefni
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli